Andlitsmyndir af íbúum Reykjanesbæjar, heimamönnum jafnt sem brottfluttum. Taktu þátt og mættu í næstu myndatöku.

Markmið okkar er að mynda alla núlifandi Reyknesinga, heimamenn jafnt sem burtflutta íbúa bæjarins.

Til að styðja við bakið á okkur getur þú keypt bæði stafrænar myndir og prent af sjálfum þér eða ástvin.

Velkomin(n)

Á þessari síðu getur þú skoðað þau andlit sem búið er að mynda, auk þess er hægt að kaupa og hlaða niður myndunum í fullum stafrænum gæðum til einkanota. Myndirnar getur þú svo látið prenta á næstu framköllunarstofu í þeirri stærð sem þú óskar.

Næsta myndataka

Engar myndatökur eru á dagskrá. Næsta myndataka verður auglýst með góðum fyrirvara.

Prentaðar myndir

Í sambandi við sýningu okkar á Ljósanótt er hægt að panta hágæða prent í stærðinni 30x45cm límda á álplötu.
Lesa nánar um prentunina.

Styrktaraðilar

Vilt þú styrkja okkur?

Frjáls framlög til verkefnisins eru vel þegin og hægt er að leggja beint inn á reikning verkefnisins. Öll framlög renna óskert í sjóð og munu hjálpa okkur við þann kostnað sem felst í uppsetningu og prentun á myndabókum fyrir Andlit Bæjarins.

Reikningsnúmer:

0147-05-401509


Kennitala:

690606-2670

„Vinir, vandamenn og allir hinir“

Hugmyndin er að sýna myndirnar á Ljósanótt 2015. Víkurfréttir tóku tali Björgvin Guðmundsson, einn ljósmyndaranna sem standa að verkefninu.

„Festa andlit Reykjanesbæjar á filmu“

Björgvin Guðmundsson fer fyrir verkefninu „Andlit bæjarins“, sem ljósmyndaklúbburinn Ljósop í Reykjanesbæ stendur fyrir um þessar mundir.

„Áhugaverð andlit bæjarins“

Gestir við opnun listsýninga í sýningarsölum Duus Safnahúss hrifust mjög af ljósmyndasýningunni Andlit bæjarins.

„300 andlit bæjarins í Listasal Duus“

Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsi, Andlit bæjarins, er að þessu sinni unnin í samstarfi við Ljósop…

„Andlit Bæjarins í Sarpinum á RÚV“

Stutt umfjöllun um sýninguna Andlit Bæjarins á Ljósanótt 2015.

Pin It on Pinterest